Menu:

Yogakennaranám 2014

 


 

Námið miðast við 200 tíma kröfu Yoga Allience, er viðurkennt af Jógakennarafélagi Íslands og veitir því alþjóðleg yogakennararéttindi.

 

Yoga kennaranám hefst 5. júní

Fyrri hluti: 10 dagar kennt á fallegum stað utan bæjar
Seinni hluti: 5 helgar í bænum og ein helgi utan bæjar

Sjá nánar www.yogavin.is

Yogakennaranámið er markvisst og gefandi og nýtist bæði þeim sem stefna á yogakennslu og þeim sem vilja dýpka yogaástundun og þekkingu. Námið byggir á fræðslu og iðkun, samsköpun, einstaklingsvinnu og heimaverkefnum. Lögð er áhersla á nákvæma greiningu og uppbyggingu asana, pranayama og vinyasa. Nemendur fá djúpa innsýn í yogavísindin og hvernig þau nýtast til að skapa jafnvægi og heilbrigði í daglegu lífi. Nemendur fá þjálfun í að tileinka sér kennsluefnið, lifa það og rannsaka,  kenna og miðla af þekkingu sinni á faglegan og skapandi hátt.  

Hvað segja nemendur um námið?

Kennarar:
Ásta Arnardóttir yogakennari
Matthildur Þorláksdóttir náttúrulæknir ( heilpraktiker )
Rakel Dögg Sigurgeirsdóttir sjúkraþjálfari

Ásta hefur kennt yoga síðan 1999 og stundað Vipassana hugleiðslu síðan 1997. Hún hefur sótt iðkun og fræðslu í Bretlandi, Indlandi og Bandaríkjunum og leitt fjöldamörg námskeið í yoga, skapandi starfi og heilbrigðum lífsstíl. Hún er einn af stofnendum Lótus yogasetur  2002 - 2012 og opnaði Yogavin haustið 2014.

Kennsluhelgar í bænum fara fram í Yogavin

 

NÁMSLÝSING / NÁMSSKRÁ

FYRRI HLUTI

YOGAFRÆÐIN / TÆKNI / IÐKUN
10 dagar á fallegum stað utan bæjar

Námsefni:
Yamas / Niyamas
Asana
Pranayama
Pratyahara
Dharana
Dyhana
Samadhi
Yogasutrur Patanjali
Bhagavad Gita
Jnana / Bhakti / Karma
Purusha / Prakriti / Gunur
Kosha / Maya / Moksha
Buddha / Dharma / Sangha
Hinn fjórfaldi sannleikur
Áttfalda leiðin
Dhukka
Anicca
Anitta
Brahma Vihara

   Markmið þessa áfanga er að gefa djúpstæða innsýn í grunnstef yogafræðanna, iðka þau og sannreyna áhrifamátt þeirra. Farið verður ítarlega í uppbyggingu á asana, pranayama og vinyasa. Fjallað um áhrif æfinganna á grunnkerfi líkamans. Einnig gerð grein fyrir hvernig laga má æfingar að líkamlegu atgerfi hvers og eins og hvað ber að varast. Nemendur fá námsgögn sem sýna vel uppbyggingu asana. Frætt verður um pratyhara, dharana, dyhana og samadhi.  Kenndar möntrur og kyrjun á möntrum. Nemendur fá innsýn í grunntækni hugleiðslu og tækifæri til að iðka hugleiðslu m.a. Vipassana og Brahma Vihara. Farið verður í grunnþætti heilbrigðra samskipta á grundvelli Yamas/Niyamas, austrænnar og vestrænnar sálarfræði. Námið leggur áherslu á að nemandinn iðki meðvitund í hugsun, orði og verki og tileinki sér meðvitaða lífshætti sem skapa jafnvægi og efla meðvitund um augablikið, hér og nú. Farið er í grunnþætti heilsufræðanna og hvernig skapa má heilbrigði og jafnvægi með mataræði, hreyfingu og meðvituðum lífsstíl. Nemendur fá stuðning til að stunda jákvæða og heiðarlega sjálfsskoðun og daglega iðkun yoga og hugleiðsu. Námið gefur glögga innsýn í yogaheimspekina og hvernig hún nýtist í daglegri iðkun. Helgirit yogafræðanna Yogasutrur Patanjali og Bhagavad Gita eru lögð til grundvallar og nemendur hvattir til að sannreyna markvissa leiðsögn þeirra. Lögð er áhersla á að nemendur rannsaki hvernig hin djúpstæða heimspeki yogafræðanna birtir sig hér og nú og hvernig hún nýtist til að efla núvitund, skapa jafnvægi og öðlasta meðvitund um umbreytingarkraft visku og kærleika í daglegu lífi. Jákvæð og skapandi nálgun er lögð til grundvallar og hvatt til skýrleika, umburðarlyndis, hjartagæsku og leikgleði.

Sjá nánar:

Um yoga
Um hugleiðslu
Um yogavísindin byggt á Bhagavat Gita og Yogasutrum Patanjali


Lesefni:

Yogabæklingur: Ásta Arnardóttir
Yoga Georg Feuerstein
The Yoga Sutras of Patanjali; Translation and commentary by Sri Swami Satchidananda
The Bhagavad Gita; Introduced and translated by Eknath Easwaran
The Spirit and Practice of Moving into Stillness eftir Erich Shiffman
Insight Yoga eftir Sarah Powerss
A path with heart eftir Jack Kornfield / Um hjartað liggur leið í þýðingu Sigurðar Skúlasonar
The power of now eftir Eckhart Tolle / Mátturinn í núinu í þýðingu Sigurðar Skúlasonar
Spiritual nutrition and the awakening of Kundalini eftir Gabriel CousinsSEINNI HLUTI

ANATOMIA Líffærin
Kennari Matthildur Þorláksdóttir náttúrulæknir ( heilpraktiker )

Meltingarkerfið
Ónæmiskerfið
Nýru, blaðra og hreinsikerfið
Sogæðakerfið
Hjarta- og æðakerfið
Innkirtlakerfið
Taugakerfið


Lesefni:
Ljósrit

 

ANATOMIA Stoðkerfið og asana
Kennarar: Helga Ágústsdóttir sjúkraþjálfari og Ásta Arnardóttir

Stoðkerfiðð
Asana

Lesefni:
Ljósrit

 


ORKUFRÆÐI OG DJÚPSLÖKUN
Kennarar: Ásta Arnardóttir

Chakra
Nadis
Yin / Yang
Yoga Nidra
Yin yoga

Fjallað um anatomiu huga og fíngerðari orkulíkamans. Frætt um orkubrautir, orkustöðvar og samskipti. Markmið þessa áfanga er að öðlast meðvitund um vanabundin og skilyrt hegðunarmynstur og tileinka sér aðferðir til að umbreyta neikvæðum hegðunarmynstrum í jákvætt þroskaferli.  Fjallað um djúpslökun, yoga nidra og áhrifamátt hennar. Farið verður dýpra í yin þátt yogaiðkunarinnar.

Lesefni:
Ljósrit

 

 

YOGA OG NÚVITUND
Yoga og hugleiðsluhelgi utan bæjar
Kennari Ásta Arnardóttir


Farið á fallegan stað útúr bænum og iðkað í þögn sem gefur tækifæri að dýpka iðkun.

Markmið að efla núvitund:
Fjórar stoðir meðvitundar ( mindfulness)
Meðvitund um líkama
Meðvitund um tilfinningar
Meðvitund um huga
Meðvitund um dharma

Sjá nánari upplýsingar um Kyrrðarvöku

 

KENNSLUFRÆÐI
Kennari Ásta Arnardóttir

Námsefni:
Siðfræði og traust
Öruggt og verndað umhverfi
Uppbygging yogatíma
Leiðbeiningar í og úr stöðum
Aðstoð í asana
Samskipti í yogatímanum

Kennd verða grunnstefin í kennslutækni með það að markmiði að nemendur fái glögga innsýn í siðfræði, samskipti og faglega leiðsögn.

Lesefni:
Ljósrit

 

ÆFINGAKENNSLA
Kennari Ásta Arnardóttir

Markmið æfingakennslu er að nemendur tileinki sér kennslutækni og fái þjálfun í að byggja upp yogatíma, leiðbeina í og úr stöðum, aðstoða í asana, skapa verndað umhverfi og miðla af sinni þekkingu á jákvæðan og uppbyggilegan hátt.ÆFINGAKENNSLA
Kennari Ásta Arnardóttir

Markmið æfingakennslu er að nemendur tileinki sér kennslutækni og fái þjálfun í að byggja upp yogatíma, leiðbeina í og úr stöðum, aðstoða í asana, skapa verndað umhverfi og miðla af sinni þekkingu á jákvæðan og uppbyggilegan hátt.


ALMENNIR YOGATÍMAR 20 tímar lágmark
Náminu fylgir opið kort í Yogavin á meðan á náminu stendur
Kennari Ásta Arnardóttir

 

EINKATÍMAR
3 einkatímar - auk þess aðstoð eftir þörfumHEIMAVERKEFNI
Heimapróf í anatomiu einstaklingsverkefni / skil
Heimaverkefni hanna 8 tíma byrjendanámskeið hópverkefni / skil
Ritgerð:
A byggð á iðkun / dagleg iðkun yoga og hugleiðslu meðan á námi stendur / skil
B fræðileg um helstu stef yogafræðanna / skil


ÚTSKRIFT

 

Myndir YKN 2010

Myndir YKN 2011

Hvað segja nemendur um námið?

Skráning og nánari upplýsingar

 

Yogavin

Ásta Arnardóttir

asta@this.is

sími: 8626098