Krakkar og unglingar
KRAKKA OG UNGLINGAHÓPAR
4 - 6 ára / 7 - 9 ára / 10 - 12 ára / 13 - 15 ára
Nú er að hefjast frábær námskeið fyrir krakka og unglinga þar sem fléttað er saman yoga og leiklist. Unnið er með yogastöður, öndunaræfingar, einbeitingu og slökun og fléttað inn leikjum og samsköpun í anda leiklistarinnar. Þetta eru skemmtileg námskeið sem efla einbeitingu, sjálfstraust og samhæfingu í leik og gleði.
Kennt 1 x viku
Mið kl. 15.00 (60 mín) 13 - 15 ára / kennarar Sirrý og Ásta
Föst kl. 16.00 (60 mín) 10 - 12 ára / kennarar Andrea og Ásta
Föst kl. 15.00 (50 mín) 7 - 9 ára / kennarar Andrea og Ásta
Laug kl. 10.00 (50 mín) 4 - 6 ára / kennarar Andrea og Ásta
Fjölskylduyoga innifalið einn laugardag
Skemmtilega samverustund fyrir alla fjölskylduna
Verð: 6 vikur 8000 - 20% systkinaafsláttur
Kennarar Ásta Arnardóttir, Andrea Vilhjálmsdóttir og Sigríður Thorsteinsson
Ásta hefur kennt yoga frá 1999 og hefur áralanga reynslu af skapandi starfi með börnum bæði í leiklist og yoga. Hún hefur einnig haldið fjöldamörg námskeið fyrir leiðbeinendur á leikskólum um hvernig flétta má yoga og leiklist inní skólastarfið. Sjá nánar um Ástu
Andrea er yogakennari og stundar nám í Þjóðfræði við Háskóla Íslands. Hún lauk yogakennaraprófi hjá Ástu árið 2010 og sótti kennaranámskeið í krakka-yoga hjá Gurudass Kaur Kalsa í ágúst 2011. Hún hefur einnig starfað í listsmiðjum og sótt fjöldamörg námskeið frá unga aldri í spuna, leiklist og skapandi starfi. Hún vinnur á Sælukoti, leikskóla Ananda Marga Jóga á Íslandi.
Sigríður Thorsteinsson (Sirrí) er grunnskólakennari að mennt og kennir við Tjarnarskóla, Hún er einnig hláturyogaleiðbeinandi og lauk yogakennaranámi hjá Ástu árið 2010. Hún hefur fléttað hláturyoga inn í skólastarfið og öðlast reynslu af að iðka hefðbundið yoga inni í skólastofunni með nemendum 7. - 10. bekkjar.