Menu:

Kyrrðarvaka

 

  

Yoga og hugleiðsluhelgi með Ástu

13. - 15. febrúar

Yoga, hugleiðsla, yoga nidra, kyrrðargöngur úti í náttúrunni, möntrur, heilsufæði, heitur pottur, fræðsla, hvíld.

Kyrrðarvakan er haldin í þögn og er frábært tækifæri til að næra andann og stunda yoga og hugleiðslu í kyrrlátu og fallegu umhverfi. Þátttakendur njóta kyrrðar og leiðsagnar sem dýpkar iðkun og eflir meðvitund um augnablikið hér og nú.

Kennsla: Ásta Arnardóttir yogakennari
Matseld: Björg Jónsdóttir

 Kyrrðarvakan er haldin í Skálholtsbúðum, tveggja manna herbergi, heitur pottur. Kyrrðarvakan hefst kl. 18.00 á föstudegi og lýkur kl. 13.00 á sunnudegi.

Skráning og nánari upplýsingar

___

 

 Ég kynntist vipassana hugleiðslu fyrst í Gaia House 1997 og  hún hefur reynst mér afar vel í lífinu. Það sem hefur veitt mér hvað mestan stuðning, dýpkað iðkun og innsýn og gefið ómælda gleði er að sitja  kyrrðarvöku í þögn (sacred silence). Ég hef sótt þær í  Gaia House í Englandi og Spirit Rock og IMS í Bandaríkjunum, allt frá 5 dögum en lengst í 3 mánuði. Ég er nemandi Sharda Rogell og hún hvatti mig til að stofna hugleiðsluhóp á Íslandi. Í kjölfarið var Félag um innsæishugleiðslu vipassana IMS stofnað 2011. Sjá nánar www.dharma.is.

Namaste Ásta

Skráning og nánari upplýsingar

 

Myndir frá Kyrrðarvöku 21. - 24. máí 2010

Myndir frá Kyrrðarvöku 13. - 15. maí 2011

Myndir frá Kyrrðarvöku 20. - 23. okt 2011

Myndir frá Kyrrðarvöku 17. - 20. máí 2012

Myndir frá Kyrrðarvöku 8. - 11. maí 2013

Dharmaferð til Gaia House júní 2013

 

Sjá nánar um hugleiðslu

Hugleiðsla alla þriðjudaga kl. 20.00 - 21.30

Hlusta á dharmahugleiðingu á netinu sjá www.dharmaseed.org