Menu:

Augnabliksferðir

 

Ásta Arnardóttir leiðsögukona, yogakennari og skipuleggjandi Augnabliksferða var tilnefnd til Náttúru og umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs 2009

 

Ásta Arnardóttir hefur allt frá árinu 2002 stofnað til leiðangra um hálendisvíðernin og vakið athygli á fáséðum djásnum miðhálendisins. Ásta leggur áherslu á öræfaferðir þar sem fléttað er inn grunnstefum yogavísindanna um lögmál náttúrunnar. Markmið ferðanna er að efla meðvitund um náttúruvernd og mikilvægi þess að vernda lífríki jarðar. Lögð er áhersla á skemmtilega, skapandi og sjálfbæra ferðamennsku sem eflir andann og eykur lífsgleði og þrótt. 

Á dagskrá Augnabliksferða 2015 er yoga og jurtaferð  þar gefst tækifæri til að tína jurtir og grös og fræðast um lækningamátt þeirra, nánari um staðsetningu síðar.  Hin ástsæla ferð "Fegurðin við Langasjó" verður farin í þriðju helgina í júlí, en náttúruvættið Lakagígar, Eldhraun og móbergshryggir frá Grænafjallgarði og norðaustur beggja vegna  Langasjávar hafa einstakt fræðslu- og vísindagildi og er talið að landsvæðið gæti komist á Heimsminjaskrá Menningarstofnunar Sameinuðuþjóðanna (UNESCO). Vakin verður athygli á Vatnajökulsþjóðgarði og mikilvægi þess að náttúruparadís við jökulrætur verði innan þjóðgarðsmarka. Langisjór var tekinn inn í Vatnajökulsþjóðgarð árið 2011. Merkar landslagsheildir bíða þess enn að verða teknar með í þjóðgarðinn þar á meðal landslagsheildir vestan og norðan Vatnajökuls. Má þar nefna austurbakki Jökulsár á Fjöllum, Kverká, Kreppa, Kverkárnes, Kverkfjöll, Kverkfjallarani, Hrúthálsar, Flatadyngja, Kollóttadyngja, Ketildyngja. Við munum sækja heim eldfjallaþjóðgarðinn með leiðangri í Öskju og Kverkfjöll, einstakur leiðangur þar sem gengið er á fjallstindum hringinn í kringum Öskjuvatn og um háhitasvæði Kverkfjalla. Leiðangur verður gerður 2014 í hin blómlegu Þjórsárver en öll Þjórsárver, Kerlingafjöll og sandarnir í kring ættu í raun að tilheyra stórum Hofsjökulsþjóðgarði og kemur það svæði, skv. Jack D. Ives, vel til greina á heimsminjaskrá UNESCO. Í lok ágúst verður búsældarleg berjaferð með fræðslu um ber og nýtingu þeirra, yoga og uppskeruhátíð.

Gengið verður um þessar merku náttúruminjar, landið lesið skref fyrir skref og helgað hugsjón náttúruverndar. Yoga kvölds og morgna.

Ferðadagskrá 2015

Starfslið

Myndir