Menu:

Tilnefning

 

Ásta Arnardóttir hlaut í september 2009 tilnefningu til Náttúru- og umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs

Ásta Arnardóttir og Ósk Vilhjálmsdóttir hlutu tilnefningu til Náttúru- og umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs fyrir að hafa staðið fyrir ferðum með fjölda fólks inn á svæði á hálendi Íslands sem ógnað er af virkjanaáformum. Ósk Vilhjálmsdóttir og Ásta Arnardóttir skipulögðu ferðir á árunum 2003 – 2006 um stórbrotið svæði þar sem áformað var að reisa Kárahnjúkavirkjun. Nú er það svæði að stórum hluta horfið undir Hálslón, vatnsforðabúr 700 MW vatnsaflsvirkjunar, sem sér álveri í Fjarðabyggð fyrir raforku.


image_page

Um er að ræða umdeildustu vatnsaflsvirkjun á Íslandi fram til þessa. Á tímabilinu 2003 -2006 fylgdu þær ríflega þúsund manns um þetta dýrmæta landsvæði, þar sem hreindýr og gæsir eiga sér samastað rúmlega 600 metrum yfir sjávarmáli og þar sem Vatnajökull hefur borið fram frjósama jörð. Og þó beinu samstarfi þeirra Ástu og Óskar sé nú lokið halda þær áfram hvor í sínu lagi að leiða fólk um þau svæði á hálendi Íslands sem stendur ógn af framkvæmdum. Ásta með áherslu á jóga í faðmi fjalla með það að markmiði að efla meðvitund um náttúruvernd og mikilvægi þess að vernda lífríki jarðar og Ósk sérhæfir sig í ferðum og útivistarnámskeiðum fyrir börn og unglinga. Greinar um þær og framtak þeirra hafa birst í íslenskum blöðum og ýmsum útivistartímaritum, meðal annars í franska tímaritinu TREK.

Sjá nánar www.norden.org