Menu:

Yoga með Ástu

Lótus jógasetur, Borgartúni 20

Yoga

Orkugefandi og umbreytandi yoga sem skapar jafnvægi í 
innkyrtlastarfseminni og orkubúskap líkamans, eykur sveigjanleika og styrk og tengir 
djúpt við sköpunarkraftinn og lífsgleðina.  Þegar við erum í jafnvægi 
eigum við auðveldara með að upplifa hamingju og heilbrigði í daglegu 
lífi. Unnið með yogastöður (asana), öndun (pranayama), möntrur, hugleiðslu og slökun.
Stundaskrá / verð

 

Byrjendanámskeið í yoga

Kenndar eru grunnstöðurnar í hathayoga, öndun og slökun. Farið er í grunninn í yogafræðunum og hvernig við getum skapað jafnvægi og gleði í daglegu lífi

Sjá nánar um námskeiðið / stundaskrá / verð

 

Yoga kennaranám

ífi240 tíma nám sem miðast við kröfu Yoga Alliance og er viðurkennt af Jógakennarafélagi Íslands. Markvisst og gefandi nám sem nýtist bæði þeim sem stefna á yogakennslu og þeim sem vilja dýpka yogaástundun og þekkingu. N´emendur fá djúpa innsýn í yogavísindin og hvernig þau nýtast daglegu lífi. Námið gefur markvissa leiðsögn í því hvernig og skapa má jafnvægi og heilbrigði líkama, tilfinninga, huga og fíngerðari orkusviða. Nemendur fá þjálfun í að tileinka sér kennsluefnið, lifa það og rannsaka, kenna og miðla af þekkingu sinni á faglegan og skapandi hátt. 

Sjá nánar um námið

 

Fjölskylduyoga

Samverustund fyrir alla fjölskylduna. Börnin eru frábærir kennarar og við njótum nærveru þeirra í fjölskylduyoga.  Kennt á laugardögum. Unnið með öndun (pranayama), yogastöður (asana), hugleiðslu, slökun, söng og skapandi samveru eins og andinn blæs í brjóst í samveru barnanna. Námskeiðið er 8 vikur og fjölskylduyoga bæði inni og úti í náttúrunni.

skráning og nánari upplýsingar / Stundaskrá / verð / myndir

 

Krakkayoga

Skemmtilegt námskeið fyrir krakka þar sem fléttað er saman yoga og listinni að leika sér. Unnið með öndun (pranayama), yogastöður (asana), hugleiðslu, slökun, söng og leik. Námskeiðið styrkir einstaklinginn og hæfileikann að skapa samann í hóp. Námskeiðin eru 6 vikur.

Sja´ nánar

 

Yoga úti í náttúrunni

Að flétta saman yoga og gönguferðum út í náttúruna er kærkomin leið til að njóta friðsældar og fegurðar innra með sér og allt um kring. Fjallasalurinn er frábær yogasalur og  náttúran góður kennari þar sem sköpunarverkið endurspeglar innra landslag handan við hugmyndir og hlutverk. Dagsferðir og lengri gönguferðir. Ásta hefur allt frá 2002 skipulagt leiðangra inná hálendisvíðernin þar sem fléttað er saman grunnstefum yogavísindanna og náttúruupplifun.
Augnabliksferðir / námskeið /kyrrðarvaka / myndir