Menu:

Skapandi líf

 


Fyrirlestrar og námskeið sem efla jákvæða sjálfsmynd, samvinnu og sköpunarkraft í daglegu lífi. Unnið er út frá grunnhugmyndum jógafræðanna. Lengd og samsetning eftir óskum.

Hráefni í námskeiðin er eftirfarandi:


Jóga fyrir alla
Kenndar eru grunnstöðurnar í hathajóga, öndun og slökun. Farið er í grunninn í jógafræðunum og hvernig við getum skapað jafnvægi og gleði í daglegu lífi. Jóga stuðlar að vellíðan, losar um spennu og skapar jafnvægi. Þegar við erum í jafnvægi er auðveldara að takast á við ögrandi verkefni og mæta lífinu með jákvæðum huga. Einbeiting og starfsorka eykst og við njótum líðandi stundar í sátt við sjálf okkur og aðra. Jóga hefur í þúsundir ára hjálpað fólki til að lifa innihaldsríku og meðvituðu lífi.


Leiklist - leið til þroska.
Leiklistaræfingar sem efla sjálfstraust og samvinnu. Leiklist er list augnabliksins og líka hóplist og þess vegna tilvalin til að hrista saman hópa. Listin að leika opnar fyrir sköpunarkraftinn og léttir okkur dagleg störf. 


Raddbeiting og framkoma.
Kenndar leiðir til að hjálpa fólki að koma fram og tjá sig í margmenni. Unnið með öndun, líkamsstöðu og slökun. Kenndar æfingar sem efla sjálfstraust.

Lifandi fæði – skapandi líf.
Fyrirlestur byggður á kenningum Dr. Ann Wigmore um lifandi fæði og áhrif fæðunnar á heilbrigði okkar og lífshamingju

Skráning og nánari upplýsingar