Menu:

Yin Yoga og núvitund

 

 

Djúpnærandi helgarnámskeið 8. - 9. febúar

Kennari Ásta Arnardóttir yogakennari

Fyrirlesari Dagmar Eiríksdóttir nálstungufræðingur

 

Yin Yoga er tilvalið til að efla núvitund og styrkja orkubrautirnar og líffærin. Í Yin Yoga er asana haldið í 5 - 10 mínútur sem hefur styrkjandi áhrif á bein og bandvef og opnar fyrir orkuflæði í líkamanum.

Kenndar verður seriur fyrir nýrna og blöðrubraut og lifra og gallblöðrubraut. Sú fyrri styrkir bakið, er kvíðastillandi og eflir nýrnaorkuna en sú síðari styrkir lifur og gallblöðru og er hreinsandi fyrir líkama og tilfinningar. Kennt verður Yin yoga að hætti Sarah Powers og Paul Grilley en Ásta lærði hjá Sarah Powers í maí síðastliðinn.

Á námskeiðinu verður einnig farið í undirstöðuatriðin í innsæis hugleiðslu (vipassana) og hvernig iðka má núvitund í yin yoga. Ásta sat 3 mánaðar kyrrðarvöku (silent retreat) á IMS síðastliðið haust þar sem hún stundaði núvitund, hugleiðslu og yoga.

Einnig verða teknar yang seriur til að skapa jafnvægi til móts við yin seriurnar og fjallað um hina dínamísku krafta yin og yang og hvernig þróa má skapandi og persónulega yogaiðkun sem stuðlar að jafnvægi.

Þetta er nærandi og umbreytandi helgarnámskeið sem gefur markvissa leiðsögn sem nemendur geta tekið með sér heim og iðkað hver á sinn hátt.

Kennt í Bolholti 4, 4. hæð

Laug 10.00 - 18.00

Sunn 10.00 - 17.00

Verð 23.000*

*10% afsláttur fyrir þá sem eru með opið kort í yoga

 

UMSAGNIR 

Helgarnámskeið Ástu í Yin yoga og núvitund var virkilega fróðlegt og nærandi fyrir mig. Mér fannst sérstaklega athyglisvert að fá innsýn inn í Yin og Yang fræðin og orkubrautirnar og reyna svo áhrifin af Yin yoganu á og í sjálfri mér í kjölfarið í gegnum leiðbeiningar um núvitund. Í kaupbæti losnaði ég við þrálátan bjúg á fæti sem var skotinn upp fyrir nokkrum vikum, sem sagði mér að nýrna og blöðruserían var alveg að skila sér. Ég mæli heilshugar með þessu námskeiði.        

Þóra Sigríður Ingólfsdóttir forstöðumaður hljóðbókasafns

 

Þetta námskeið var mjög vel uppbyggt, góð blanda af fræðslu, yin yoga teigjum, kröftugu yoga og hugleiðslu. Mér fannst áherslurnar frábærar og tengingarnar við yogaheimspekina sérlega vel framsettar og áhugaverðar. Ásta er með mikið öryggi í yoganu og hjálpar nemendum sínum mjög vel í að finna góðar stellingar og stuðning í hinum krefjandi yinyoga stöðum sem við fórum í fyrir orkubrautirnar. Það var frábært að fá námskeið með áherslu á nýru og blöðru &  lifur og gall en þessi tenging var það sem fékk mig til að koma á námskeiðið! Ásta þú komst margvíslegum upplýsingum til okkar og allt var þetta sett fram af mikilli umhyggju en líka gleði og styrk, þú veist hvað þú ert að gera, kennslan var djúp fyrir líkama og sál. Ég þakka kærlega fyrir mig. Namaste.

Lilja Oddsdóttir lithimnufræðingur og skólastjórnandi Heilsumeistaraskólans

 

Allir hjartanlega velkomnir

Skráning og nánari upplýsingar