Menu:

matur

 

Engin ástæða er til að gera róttækar breytingar á fæðuvali þótt gengið sé á fjöll í nokkra daga. Með góðri fyrirhyggju og undirbúningi má velja mat sem er allt í senn, orkuríkur miðað við þyngd, bragðgóður, auðvelt að elda og með gott geymsluþol.
Frostþurrkaður pakkamatur hefur notið vinsælda enda einfaldur og fljótlegt að matreiða hann en hann inniheldur mikið af aukaefnum sem margir þola illa. Í stað frostþurrkaðs pakkamatar sem er frekar dýr má þurrka mat í hefðbundnum bakarofni og blanda saman niðurskornu grænmeti og hrísgrjónum allt eftir smekk hvers og eins. 
(Gengið um óbyggðir bls. 73)

Ef við viljum vera viss um að maturinn sé sem næringarríkastur og laus við aukaefni er einmitt tilvalið að þurrka sjálf. Það er tilvalið að þurrka ávexti á sama hátt, á mjög vægum hita t.d. yfir nótt og þá helst næringargildi og ensímin eru virk. Annars fer best á því að hver og einn meti eigin matarsmekk og matarlist, reikna má með svipuðum matarskömtum og undir venjulegum kringumstæðum. Listinn sem hér fylgir er aðeins til viðmiðunar.


Matarlisti:

4 x kvöldmáltíðir (frostþurrkað eða heimaþurrkað, lifrarpylsa, núðlusúpa, sviðasulta, harðfiskur eða það sem okkur þykir gott en huga ber að þyngd)
NB! Hátíðarkvöldverður síðasta kvöldið og morgunmatur og nesti síðasta daginn er innifalið í öllum ferðum.
4 x morgunmat t.d. fræ, hnetur, musli, haframjöl, ca 300 grömm eða haframjöl, ca 15 matskeiðar

smjör, 100 – 200 g (eftir smekk, sumum þykir td. gott að bragðbæta kvöldmáltíðir með smjöri)

brauð eða living food orkubar, ca 800 g 

kex, ca 500 g

sulta, ca 50 g
kjötálegg, ca 250 g
ostur, ca 250 g
eða eftir smekk hvers og eins
krydd (salt eða herbamare, pipar, rósmarín, salvíu, engifer, hvítlaukur allt eftir smekk til að bragðbæta kvöldmáltíðir)

hrásykur (ca 50 g eða eftir smekk)

kakóduft 5 - 6 bréf ( “swiss miss: shocolat sensation” hefur notið vinsælda)

neskaffi, ca 80 g 
te, ca 15 tepokar

steinsselja (gott að hafa eitthvað grænt og steinseljan er mjög næringarík)

harðfiskur

söl (mjög steinefnarík og næringarík og góð bæði við of háum og og lágum blóðþrýstingi)

fræ, hnetur, möndlur (mjög gott að fá fitu úr fræjum, hnetum og möndlum)

spíruð fræ og baunir (tilvalið að taka með, við spírun eykst prótein og næringargildi um 300 - 1200%)

döðlur, (mjög góðar varðandi jafnvægi í næringu, tilvalið snakk)

rúsínur

hörfræ (góð fyrir meltinguna)
1-2 ávöxt t.d. epli (mjög trefjaríkt)

vasagull eftir smekk
brjóstbirta eftir smekk
... og svo er auðvitað allt leyfiegt en þó þarf að gæta að þyngd. Huga skal að umbúðum, að hafa þær sem léttastar og fyrirferðarminnstar. Við skiljum hvergi eftir okkur rusl nema matarleifar sem við urðum. Ekki er þörf á þvottaefni, sandur og heitt vatn gera það sem þarf.