Menu:

Fegurðin við Langasjó

 

 

Breiðbak – Langisjór – Fögruvellir - Útfall  - Ást - Fögrufjöll – Sveinstindur

4 daga truss, tjaldgisting, sigling og fullt fæði
Yoga kvölds og morgna
Brottför frá BSÍ Reykjavík

MIKILVÆGT MÆTING 7.30 BSÍ

Upplýsingar um Langasjó

Myndir

1. DAGUR:
Brottför frá Reykjavík kl. 8.00 og ekið að Langasjó og á Breiðbak. Gengið á  Breiðbak en þar er fagurt útsýni yfir tignarleg öræfin umhverfis Langasjó. Í norðri Jökulheimar og Tungnáröræfin en Fögrufjöll í suðri og víðsýni yfir Skaftáröræfi og Torfajökulssvæðið. Jöklasýn mikil og jökulskildir blasa við í góðu veðri. Gengið að Langasjó og eftir norðurströnd vatnsins í náttstað móts við Fagrafjörð. Tjaldað til tveggja nátta.

2. DAGUR
Við njótum öræfakyrrðar og fjölbreytileika í landslagi í nánd við Vatnajökul, stærsta jökul Evrópu. Gengið um Mosa og austanverð Fögrufjöll að Útfalli og sem leið liggur í hlíðum fjalla með útsýni að upptökum Skaftár og til baka í náttstað þar sem  Brynhildur býður okkar með heita máltíð.

3. DAGUR
Siglt um margbreytilegar eyjar Langasjós í Fagrafjörð að eyjunni Ást og gengið í land sunnan við fjörðinn. Gengið þaðan um fagurlendi Fögrufjalla í gróðursælu og formfögru landslagi meðfram vötnum og fjallshlíðum að Sveinstindi. Tjaldað við rætur fjallsins við vesturenda vatnsins. Hátíðarkvöldverður í fjallasal, söngur og gleði.

4. DAGUR
Gengið á Sveinstind en þar er  víðsýni mikið yfir tignarleg öræfin. Landslagsheild og jarðminjar eru einstakar á þessu svæði. Við blasir samspil jökla og jökulelfa, gróðurlendis og steinaríkis í eldfjallalandslagi með heimsþekktum jarðminjum s.s. Lakagígum sem bera vitni um mesta eldgos á sögulegum tíma 1783 en þá runnu 12 km3 af hrauni úr iðrum jarðar.  Ekið til byggða.

Ferðin hefst í Reykjavík brottför frá BSÍ kl. 8.00 og keyrt að Langasjó. MÆTING 7.30 MIKILVÆGT AÐ MÆTA TÍMANLEGA TIL AÐ LESTA BÍLINN. Þetta er trússferð þ.e. farangur er fluttur á milli náttstaða og þarf því aðeins að bera dagspoka með nesti og hlífðarfötum. Dagleiðir eru mislangar en ávalt farið fremur hægt yfir.

Verð TILBOÐ 99.000 miðað við skráningu fyrir 1. júní / fullt verð 120.000
Innifalið í ferð er akstur, farangurstrúss, sigling, leiðsögn, yoga, fullt fæði og kokkur sem eldar
Ath. Allur matur er innifalin, líka nesti.

Leiðsögn og yoga: Ásta Arnardóttir
Matráðskona : Brynhildur Þorgeirsdóttir
Bílstjóri: Victor Melsted
Sigling Björgunarsveitin Stjarnan


Skráning asta@this.is
Sími: 8626098