Menu:

Yoga og jurtasmiðja í Þórsmörk

 

 

 

 

Seiðmagn jarðar í allsnægtum náttúrunnar

Fimmvörðuháls - yoga og jurtasmiðja í Þórsmörk - Rjúpnafell - Slyppugil

yoga - möntrur - jurtasmiðja - göngur - söngur

3 daga truss
Brottför frá BSÍ Reykjavík kl. 9.00

 

Gengið um Fimmvörðuháls í Goðaland. Gengið um skóglendi og blómlegar heiðar í dulmagni Jónsmessunætur, syngjum möntrur og blómasöngva, kynnumst töfrajurtum Jónsmessunnar og daggardropum á óskastund.  Jurtum safnað, fræðsla um jurtir og lækningamátt þeirra. Í tjaldbúðum sjóðum við jurtaseið, búum til jurtakrem og drekkum í okkur kraft blóma og jurta. Yoga, kvölds og morgna, kyrrðarganga og hugleiðsla, fjallganga og söngur. Þetta er ferð til að njóta þess að vera til í allsnægtum náttúrunnar.

1. DAGUR:
Brottför frá BSÍ kl. 9.00. Keyrt sem leið liggur að Skógarfossi. Gengið yfir Fimmvörðuháls. Leiðin liggur meðfram fjölbreyttri fossaröð. Gengið um nýja hraunið að Magna og Móða. Fagurt útsýni prýðir leiðangurinn í góðu skyggni og fjölbreytt landslag þar sem við göngum í gegnum jarðsöguna og rannsökum stefnumót frumefnanna. Komið í ylmandi gróðurlendi Þórsmerkur og slegið upp tjaldbúðum í Litla enda til tveggja nátta. Augnabliksferðir hafa fengið gilið útaf fyrir sig fyrir hópinn. Gómsæt hressing hjá Brynhildi og hvíldarstund í tjaldbúðum. Þeir sem vilja geta sleppt göngunni og farið beint í Þórsmörk.

2. DAGUR:
Yoga og jurtasmiðja. Sóley Elíasdóttir leiðir okkur inní undraveröld jurtasmyrslanna og kennir okkur að búa til krem og jurtaolíur.  Jurtatínsla og létt skógarganga. Ævintýri í skóginum. Tínum jurtir í seið og heilandi smyrsl. Allir fá krem til að taka með sér.  Kyrjum möntrur og blómasöngva, kynnumst töfrajurtum Jónsmessunnar og daggardropum á óskastund. Hátíðarkvöldverður í tjaldbúðum.
 

3. DAGUR:
Morgunyoga. Gengið frá Litla Enda á Rjúpnafell ef veður leyfir. Með í för eru jurtasmyrsl og jurtaseiður sem við höfum búið til og við drekkum í okkur kraft jarðar. Dagurinn helgaður allsnægtum náttúrunnar og jurtaapotekinu fagurskreytta.


Leiðsögn, yoga, möntrur og samsöngur Ásta Arnardóttir yogakennari og leiðsögukona
Jurtatínsla og fræðsla Sóley Elíasdóttir grasakonan bak við
Sóley Organics
Heilsufæði Brynhildur Þorgeirsdóttir myndhöggvari og matráðskona
Akstur Victor Melsted


Verð
50% afsláttur fyrir börn 12 ára og yngri
Innifalið: akstur BSÍ/Skógar/Þórsmörk/BSÍ, trúss, fullt fæði heilsufæði Brynhildur kokkar, yoga, jurtanámskeið, tjaldgisting, leiðsögn

Skráning