Menu:

Yogaleikir

 

 

Námskeið fyrir leikskólakennara

 

Skemmtilegt og nærandi námskeið með yoga, yogaleikjum, slökun og fræðslu um yogakennslu og leiklist í leikskólanum.  Farið er í grunninn á yogafræðunum með tilliti til kennslu á leikskólum og grunnhugmyndir spunans kannaðar. Unnið er með einbeitingu og skapandi hreyfingu, yogaæfingar og yogaleiki fyrir börn og fullorðna. Kenndar eru yogastöður, yogaleikir, öndun og slökun. Markmiðið er að nemendur fái innsýn og reynslu af möguleikanum að flétta saman yoga og leiklist á leikskólanum. Námskeiðið er skemmtilegt og nærandi fyrir þátttakendur með morgunyoga, fræðslu, þátttöku í yogaleikjum, góð slökun í lokin. Tilvalið fyrir starfsdag á leikskólanum. Kennt í Yogavin, Auðbrekku 2.

Umsagnir þátttakenda
"Námskeiðið er frábærlega uppbyggt. Sett fram á aðgengilegan hátt og nemendur eru virkir þátttakendur frá upphafi til enda. Nýting í starfi með börnum á leikskóla kemur til með að vera mikil. Auðvelt að yfirfæra það sem ég lærði yfir á börnin og inn í starfið á leikskólanum".
25.9.2003 Starfskraftur á Rauðaborg

"Ásta hefur frábæran skilning á hugarheimi barna. Hún kemur því til skila í gegnum jóga og leiklist. Námskeiðið á eftir að nýtast vel í daglegum samskiptum við börn og fullorðna þar sem jákvæðni verður höfð að leiðarljósi".
25.9.2003 Starfskraftur á Rauðaborg

"Mjög gefandi og fróðlegt. Góð andleg næring. Sjáum mikla möguleika að nýta það sem við lærðum í leikskólastarfinu".
5.1.2004 Starfskraftar á Rofaborg

 Yogaleikir er tilvalin leið til að skapa tækifæri til að vinna með einbeitingu, hreyfingu og slökun á jákvæðan og skapandi hátt sem eflir sjálfstraust og leikni þátttakenda. Leiðarljós kennslunnar er að þjálfa hlustun og einbeitingu í hóp í gegnum leik og skapandi leiðangur.  Í spunaferðalagi er yogastöður og öndunaræfingar fléttaðar inní ævintýri eða sögu með sköpunargleði og samvinnu að leiðarljósi.  Þannig þjálfast hlustun, einbeiting og samvinna á jákvæðan hátt.  Með skapandi huga byrjandans mætum við til leiks og allt getur gerst.

Í huga byrjandans eru möguleikarnin margir en fáir í huga sérfræðingsins. 

Myndir Krakkayoga

Skráning og nánari upplýsingar