Hálendið heillar
Herðubreiðarlindir - Herðubreið - Flatadyngja - Bræðrafell - Eggert - Hrúthálsar - Kollóttadyngja - Dyngjufjalladalur - Askja - Drekagil
5 dagar
Skálagisting, trúss og fullt fæði, hópurinn eldar
Yoga kvölds og morgna
1. DAGUR: Mývatn - Herðubreiðarlindir
Lagt af stað frá Mývatni kl. 8.00 keyrt í Herðubreiðarlindir og að Herðubreið vestan megin og ef veður leyfir gengið á fjallið sem rís tignarlegt um 1000 m yfir hraunbreiðuna. Að fjallgöngu lokinni eru bakpokar axlaðir og gengið um formfagrar hraunbreiður Ódáðahrauns um Flatadyngju í Bræðrafell. Það eru um 3 klst ganga. Gist í skála í 2 nætur
2. DAGUR: Bræðrafell - Kollóttadyngja - Eggert - Hrúthálsar - Bræðrafell
Dagur í eldfjallaþjóðgarði og öræfakyrrð. Við göngum um stórbrotnar eldstöðvar og jarðminjar. Gengið um formfagurt Bræðrafell að hrauntröð við Kollóttudyngju og þaðan um Kollóttudyngju á Eggert og um litskrúðuga Hrúthálsa og til baka í Bræðrafell.
3. DAGUR: Bræðrafell - Dyngjufjalladalur
Gengið úr Bræðrafelli í Dyngjufjalladal. Leiðin liggur um fáfarið Ódáðahraun þar sem móbergshrúgöldin Fjárhólaborg og Lokatindur rísa upp úr hraunbreiðunni. Gist við rætur dulmagnaðra Dyngjufjalla í skála í Dyngjufjalladal.
4. DAGUR: Dyngjufjalladalur – Askja – Drekagil
Gengið um Jónsskarð í Öskju. Askja og Dyngjufjöll eru með tilkomumestu eldstöðvum á Íslandi og heillandi formfegurð öskjunnar sem og víðsýni af Dyngjufjöllum gerir upplifun ferðalanga einstaka. Óviðjafnanlegt útsýni í góðu veðri, víðsýni mikið yfir hálendisvíðernin. Jökulskjöldur Vatnajökuls blasir við í suðri ásamt tignarlegum Kverkfjöllum, Snæfell konungur íslenskra fjalla í austri og Hofsjökull í vestri. Í norðri krýnir drottning íslenskra fjalla Mývatnsöræfin. Í himneskri fjallasælunni gefst tækifæri á endurnærandi leirbaði í Víti áður en haldið er í hátíðarkvöldverð í Drekagil.
5. DAGUR: Askja
Gengið Öskjuhringinn ef veður leyfir og á Þorvaldstind og keyrt til byggða.
Ferðin hefst á Mývatni brottför klukkan 8.00 og keyrt í Herðubreiðarlindir. Þetta er trússferð en gengið er með vatnsbyrgðar fyrir hvern dag. Dagleiðir eru mislangar en ávalt farið fremur hægt yfir.
Verð
Innifalið í ferð er akstur, trúss, skálagisting, leiðsögn, yoga, fullt fæði.
Leiðsögn og jóga: Ásta Arnardóttir
Bílstjóri: Sigurbjörn Árnason
Skráning asta@this.is
Sími: 8626098
Undirbúningsrfundur verður auglýstur síðar.