Menu:

Gjöf sem gleður

 

Yogavísindin í daglegu lífi


Kennt er á mán kl. 20.30 - 22.00
Kennari Ásta Arnardóttir
Lótus jógasetur, Borgartúni 20 

Yogavísindin gefa nákvæma innsýn inní starfsemi hugans og hvernig við getum bætt samskipti okkar við sjálf okkur og aðra. Með því að efla skilning á starfsemi hugans öðlumst við frelsi undan gömlum skilyrðingum og viðhorfum. Lífsorka okkar er þar með ekki lengur bundin í gömlum viðjum vanans og við höfum aðgang að henni til að skapa það líf sem við þráum. Markmið námskeiðsins er að efla og styrkja sjálfstraust og hugrekki til að standa með því sem nærir og gleður. Á námskeiðinu verður stuðst við Yogasútrur Patanjali og Bhagavat Gita sem fjalla um hin djúpstæðu yogavísindi og hvernig við getum iðkað þau í daglegu lífi. Á námskeiðinu eru bæði fyrirlestrar og æfingar. Samkvæmt yogavísindunum er þjáningin í huganum, nánar tiltekið í því fólgin hvernig við bregðumst við skynjun okkar. Á þessu námskeiði verður m.a. stuðst við leiðarljós yogavísindana Yamas og Niyamas til að skapa jákvæð og  heilbrigð samskipti við sjálf okkur og aðra. Yamas og Niyamas eru 10 leiðarljós sem eru í raun sjálfsprottin tjáning visku og kærleika þegar við erum í jafnvægi, en nýtast okkur sem leiðarljós þegar skyggni er slæmt.