Menu:

Yoga, lifandi fæði og hreinsun líkamans

 

 

Markvisst og áhrifaríkt námskeið sem eflir heilsuna og gefur kraft inní veturinn.


Kennari Ásta Arnardóttir
Lótus jógasetur, Borgartúni 20
Verð 9500 - yogar hjá Ástu fá 50% afslátt - námskeiðið er innifalið í Heilsupottinum
Innifalið 2 yogatímar hjá Ástu, námsgögn, hveitigrassafi og orkusúpa

 

Á námskeiðinu er fjallað um hvernig hægt er að efla lífsorku og styrk með mataræði og lífsvenjum. Hvernig við getum skapað hámarksorku á sem einfaldastan hátt þannig að til verði umframorka sem líkaminn nýtir til heilunar. Námskeiðið byggir á kenningum Dr. Ann Wigmore um lifandi fæði og hreinsun líkamans og hinum aldagömlu yogavísindum um orkubúskap líkamans.

Farið er í grunnþættina í yoga og lifandi fæði, hvað það gerir fyrir okkur og hvernig við getum skapað heilbrigt líf og jafnvægi í daglegu lífi. Frætt verður um áhrif fæðunnar á líkama, tilfinningar og huga. Við kynnumst ævintýralegu samhengi líffæranna og hvernig við getum bætt líðan okkar með fæðu, hreyfingu og hreinsun. Fjallað um mikilvægi ensyma, þarmafræðina, hreinsun líkamans. Kenndar verða einfaldar aðferðir við matargerð og spírun. Yoga og lifandi fæði er undursamlega einföld, áhrifarík og aðgengileg leið til sjálfsheilunar og hamingju í daglegu lífi. Lífsorka þín eykst og skapar jafnvægi og frið í hjarta.

Ásta hefur kennt yoga síðastliðin 10 ár og sótt fjöldamörg námskeið í hugleiðslu og yoga í Englandi, Indlandi og Bandaríkjunum. Hún sótti námskeið í lifandi fæði og hreinsun líkamans á Ann Wigmore Natural Health Institude í Puerto Rico í mars 2005 og febrúar 2007.

Á námskeiðinu könnum við þessar spurningar:
Yoga hvað er það? Lifandi fæði hvað er það?
Hvers vegna er hreyfing mikilvæg?
Hvers vegna eru ensím mikilvæg?
Hver er orsök sjúkdóma?
Hvaða áhrif hefur fæða á tilfinningar og huga?
Hvernig getum við bætt matseðilinn hver á sinn einstaka hátt?


Dagská:

Kvöldnámskeið
Mánudag og miðvikudag kl. 20.30 – 22.00 alls þrjú skipti fyrirlestur, sýnikennsla, yoga, slökun

Helgarnámskeið
Föstudagur kl. 19.00 – 22.00 fyrirlestur, slökun
Laugardagur kl. 9.30 – 13.00 yoga, sýnikennsla

Innifalið í námskeiðinu eru námskgögn, hveitigrassafi, orkusúpa og 2 tímar í yoga skv. stundaskrá

Skráning og nánari upplýsingar