Menu:

Byrjendanámskeið

 

Yoga og núvitund

 

Næsta námskeið hefst 3. febrúar 2014


Kennt  á mánudögum og fimmtudögum kl. 18.30 (90 mín)
Námskeiðið er 4 vikur + 2 vikur opið kort í framhaldstímum
Kennari Ásta Arnardóttir
Kennt í Skeifunni 11a, 3. hæð*
Verð 18.500 - yogabæklingur innifalinn

* framhaldstímar eru í Bolholti 4, 4. hæð

Skemmtilegt og markvisst grunnnámskeið í yoga og hugleiðslu. Kenndar eru yogastöður (asana og vinyasa), öndunaræfingar (pranayama), einbeiting (dharana), núvitund (mindfulness) og slökun sem á einfaldan og áhrifaríkan hátt eflir meðvitund okkar og styrkir öll grunnkerfi líkamans.  Lögð er áhersla á að styrkja líkamann, auka sveigjanleika og efla meðvitund um fjorar stoðir núvitundar þ.e. líkama, tilfinningar, hugur og dharma (eðli þess sem er). Farið er í grunninn í yogafræðunum og hvernig yogaástundun skapar jafnvægi og eflir jákvæða og heilbrigða lífshætti. Yogaástundun er frábær leið til að hlúa að jákvæðum samskiptum og efls sköpunarkraftinn í daglegu lífi.



Áttu erfitt með svefn?
Ertu kvíðin/inn?
Langar þig að efla sveigjanleika og styrk?
Ertu með vöðvabólgu og verki?
Er langt síðan þú hefur gefið þér tíma til að njóta augnabliksins?

Margir hafa komið á byrjendanámskeið og undrast árangurinn!


Skráning og nánari upplýsingar

Yogavin
Ásta Arnardóttir
asta@this.is
sími 862 6098

´