Menu:

Öskjuhringur og Kverkfjöll

 


Mývatn - Herðubreiðarlindir  - Öskjuhringur - Þorvaldstindur - Kverkfjöll - Vatnajökull - Hveradalur

6 dagar
tjaldgisting, akstur,  leiðsögn, yoga, trúss, fullt fæði


Brottför frá BSÍ Reykjavík kl. 7.30
1. DAGUR: Reykjavík - Mývatn
Lagt af stað frá Reykjavík um hádegi og keyrt sem leið liggur áð Mývatni sem er fjórða stærsta stöðuvatn Íslands og þekkt fyrir einstakt lífríki og fjölskrúðugt fuglalíf. Eyjarnar gefa vatninu fagurt yfirbragð. Tjaldað til einnar nætur. Kvöldvaka og fræðsla um Mývatn. Margir eru uggandi yfir jarðvarmavirkjun í Bjarnarflagi og áhrifum hennar á þessa einstöku náttúruvin. Sjá verndaráætlun um Mývatn og Laxá sem tóku gildi 2004

2. DAGUR: Mývatn - Herðubreiðalindir - Dyngjufjöll
Morgunyoga við fuglasöng. Keyrt sem leið liggur í Herðubreiðalindir. Gengið að vantsuppsprettu í einstakri gróðurvin og miðdagsverður í hrauninu. Keyrt að Drekagili og tjaldað til tveggja nátta í dulmagni Dyngjufjalla. Undirbúningur fyrir Öskjuhringinn og sagnastund í samkomutjaldi. Við mælum með Hugleiðingar við Öskju eftir Pál Skúlason og Ísafold Ferðamyndir frá Íslandi eftir Inu von Grumbkow.

3. DAGUR: Öskjuhringurinn
Gengið frá Dreka stikuð leið að Öskjuvatni og eftir fagurmótuðum og litríkum fjallstindum að Þorvaldstindi. Askja og Dyngjufjöll eru með tilkomumestu eldstöðvum á Íslandi og heillandi formfegurð öskjunnar sem og víðsýni af Dyngjufjöllum gerir upplifun ferðalanga einstaka. Óviðjafnanlegt útsýni í góðu veðri, víðsýni mikið yfir hálendisvíðernin. Jökulskjöldur Vatnajökuls blasir við í suðri ásamt tignarlegum Kverkfjöllum, Snæfell konungur íslenskra fjalla í austri og Hofsjökull í vestri. Í norðri krýnir Mývatnsöræfin, Herðubreið drottning íslenskra fjalla. Gengið niður að jafnsléttu vestan Þorvaldstinds og um Suðurskarð að Öskjuvatni. Kyrrðarganga meðfram vatninu. Í himneskri fjallasælunni gefst tækifæri á endurnærandi leirbaði í Víti og yogateygjum áður en haldið er í miðnæturkvöldverð. Þetta er u.þ.b. 30 km og u.þ.b. 15 klst dagur, gengið er rólega með það að markmiði að njóta einstakrar náttúruuplifunar við Öskjuvatn.

4. DAGUR: Askja - Kverkfjöll
Morgunyoga í fjallasal. Hvíldardagur í faðmi fjalla. Við njótum þess að slaka vel á eftir langan göngudag. Stutt ganga í Drekagil, fjallabað fyrir þá sem vilja. Keyrt að Kverkfjöllum sem rísa tignarleg milli Brúarjökuls og Dyngjujökuls. Kyrrðarganga og yoga. Tjaldað til tveggja nátta í kyngikrafti Kverkfjalla. Undirbúningur undir Kverkfjallagöngu og sagnastund í samkomutjaldi.

5. DAGUR: Kyngikraftur Kverkfjalla
Gengið upp Vantajökul meðfram Kverkjökli og að skála Jöklarannsóknarfélagsins en þar blasir við jökullón og tignarlegur ísveggur. Oft má sjá ísstykki detta í lónið með tilheyrandi drunum og sjónarspili. Í góðu veðri er víðsýni mikið yfir jökulhettu, skriðjökla og öræfin í kring. Gengið í Hveradal inní litadýrð háhitasvæðisins þar sem jarðhitinn kraumar í einu af stærstu jarðhitasvæðum Íslands. Haldið að kverkinni sem skartar háum fjallstindum beggja vegna langt inneftir jökli en Kverkjökull prýðir hvilftina og skríður fram með formfögrum ísöldum. Gengið til baka í hátíðarkvöldverð í tjaldbúðum. Þetta er u.þ.b. 13 klst dagur en gengið hægt yfir með það að markmiði að njóta.

6. DAGUR: Kverkfjöll - Reykjavík
Morgunyoga og nærandi stund. Keyrt sem leið liggur frá Kverkfjöllum til Reykjavíkur

 

Verð 99.000
Innifalið í ferð er akstur, trúss, leiðsögn, yoga, fullt fæði

Leiðsögn og yoga: Ásta Arnardóttir leiðsögukona og yogakennari

Leiðsögn Harpa Arnardóttir leikkona og leikstjóri
Matráðsmaður: Ragnar Sigurðsson
Bílstjóri: Victor Melsted

*Brynhildur Þorgeirsdóttir myndhöggvari og matráðskona er í fríi sumarið 2014

Skráning asta@this.is

Sími: 8626098

Undirbúningsrfundur verður haldinn í byrjun júlí

 

Leiðsögukonurnar í könnunarleiðangri við Öskjuvatn 2012